Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp útskýrir af hverju hann hafnaði Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp fyrrum þjálfari Liverpool segist hafa hafnað þjálfarastarfinu hjá Manchester United þegar honum bauðst það fyrir rúmum áratugi síðan.

Klopp fékk þetta starfstilboð árið 2013 þegar hann var við stjórnvölinn hjá Borussia Dortmund, en leist ekki á kaupstefnu élagsins. Hann tók svo við Liverpool tveimur árum síðar og er dáður af borgarbúum fyrir starf sitt þar.

„Árið sem Sir Alex Ferguson hætti þá töluðu þeir við mig, auðvitað vildu þeir fá mig. Þarna þjálfaði ég ógnarsterkt Dortmund lið og var mjög eftirsóttur. Þeir töluðu við mig á röngum tíma, ég var nýlega búinn að gera nýjan samning við Dortmund og hefði líklega ekki yfirgefið félagið fyrir neitt annað félagslið á þessum tímapunkti. Ég var samt áhugasamur um starfið hjá Man Utd og ég ræddi við stjórnendur en þeim tókst ekki að sannfæra mig," sagði Klopp í vinsælum hlaðvarpsþætti.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég tók ekki við starfinu, það voru ákveðnir hlutir sem stjórnendurnir sögðu við mig sem mér líkaði ekki við. United var risastórt félag á þessum tíma sem gat fengið til sín hvaða leikmenn sem er í heiminum og stjórnendur voru búnir að ákveða hvaða leikmenn það yrðu. Ég fékk ekki að ráða því, þetta hefði ekki verið mitt verkefni og það spilaði stóran þátt í að ég afþakkaði starfið. Þetta var röng tímasetning og þetta hefði ekki verið mitt verkefni.

„Ég hefði til dæmis ekki viljað fá Pogba eða Ronaldo aftur til félagsins þó að þeir séu stórkostlegir leikmenn. Það er aldrei sniðugt að fá gamla leikmenn sína til baka í von um að bæta gengi liðsins. Hugmyndin var að stjórnendur myndu kaupa bestu leikmenn í heimi og ég myndi þjálfa þá, en mér líkaði ekki sú hugmynd."


Klopp hefur áður sagt í viðtölum að hann muni aldrei taka við þjálfun hjá öðru félagsliði í enska boltanum heldur en Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner