Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hemmi Hreiðars í viðræðum við Val
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net í viðræðum við Val um að verða næsti þjálfari liðsins.

Hermann tók við HK eftir tímabilið 2024 og endaði með liðið í 4. sæti Lengjudeildarinnar. HK fór í úrslit umspilsins um sæti í Bestu deildinni en þar tapaði liðið gegn Keflavík.

Valsmenn eru að skoða í kringum sig og ekki öruggt að Srdjan Tufegdzic, Túfa, verði áfram þjálfari liðsins. Valsmenn heyrðu í Ólafi Inga Skúlasyni áður en hann var kynntur hjá Breiðabliki.

Hermann er fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem hefur stýrt ÍBV, karla- og kvennaliði Fylkis, Þrótti Vogum, verið aðstoðarmaður Sol Campbell hjá Southend og aðstoðarmaður David James hjá Kerala Blasters á sínum þjálfaraferli.
Athugasemdir
banner