Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Potter reynir að koma Svíum á HM (Staðfest)
Graham Potter er tekinn við Svíþjóð.
Graham Potter er tekinn við Svíþjóð.
Mynd: EPA
Graham Potter hefur verið kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Hann skrifaði undir stuttan samning og mun reyna að rétta liðið við og vonast eftir því að komast á HM 2026.

Svíþjóð á ekki lengur möguleika á að vinna sinn riðil í undankeppninni en gæti samt komist á HM þrátt fyrir að ná ekki öðru sætinu. Svíþjóð gæti komist í umspil vegna árangurs síns í Þjóðadeildinni þar sem liðið vann sinn riðil.

Potter er fyrrum stjóri West Ham, Chelsea og Brighton.

„Það er af auðmýkt sem ég tek að mér þetta starf en ég er líka mjög spenntur. Svíþjóð er með frábæra leikmenn sem hafa sannað sig í bestu deildum heims. Mitt verkefni er að fá liðið til að sýna sínar bestu hliðar til að komast á HM," segir Potter.

Svíþjóð hefur verið í leit að nýjum landsliðsþjálfara síðan Jon Dahl Tomasson var rekinn eftir 1-0 tap gegn Kósovó þann 13. október. Potter var látinn fara hjá West Ham í lok september eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Potter gerði magnaða hluti með Östersund í Svíþjóð á sínum tíma og er með sterkar tengingar til landsins.
Athugasemdir
banner