Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   þri 21. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pope áfram hjá Newcastle (Staðfest)
Mynd: EPA
Nick Pope markvörður Newcastle United hefur staðfest að félagið sé búið að virkja eins árs framlengingu á samningi hans.

Pope verður því áfram hjá Newcastle á næstu leiktíð og rennur samningurinn hans út sumarið 2027, eftir rúmlega eitt og hálft ár.

Pope er 33 ára gamall og hefur verið algjör lykilmaður fyrir Newcastle upp á síðkastið. Hann var frábær á síðustu leiktíð og hefur verið einn af bestu leikmönnum liðsins á nýju tímabili.

„Samningurinn gildir núna til 2027. Ég hlakka til að verja eins miklum tíma og ég mögulega get hjá þessu félagi," sagði Pope meðal annars á fréttamannafundi fyrir heimaleik Newcastle gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Pope er með 105 leiki að baki á rétt rúmlega þremur árum í Newcastle.

   17.10.2025 23:00
Pope tekur auka ár með Newcastle

Athugasemdir
banner
banner