Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Val í viðræðum við Aron Elí
Aron Elí er fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí er fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudag, þegar Sigurður Egill Lárusson skrifaði til stuðningsmanna Vals, varð ljóst að þessi leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild yrði ekki áfram hjá félaginu.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sagði Jóhann Már Helgason frá því að Valur væri í viðræðum við vinstri bakvörðinn Aron Elí Sævarsson, fyrirliða Aftureldingar, um að snúa aftur á Hlíðarenda.

Aron Elí er leikmaður Aftureldingar sem er í harðri fallbaráttu. Hann er uppalinn hjá Val og hefur verið orðaður við endurkomu síðustu ár, en haldið tryggð við Aftureldingu.

Jóhann Már er fyrrum framkvæmdastjóri bæði Vals og Aftureldingar.

Aron Elí er fæddur árið 1997 og er með skráðan samning við Aftureldingu út næsta tímabil eftir að hafa framlengt samninginn síðasta vetur. Hann hefur spilað alla 26 leiki Aftureldingar á tímabilinu.

„Ég veit að Valur er að tala við Aron Elí um að koma til baka, það er samtal sem er í gangi," sagði Jóhann í þættinum.

Framundan hjá Aroni er lokaleikur tímabilsins, leikur gegn ÍA næsta laugardag sem Eldingin verður að vinna. Til þess að Afturelding haldi sér uppi þarf leikur Vestra og KR, sem fram fer á sama tíma, að enda með jafntefli.
Athugasemdir
banner