Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
McTominay með Napoli til Hollands en ekki Höjlund
Rasmus Höjlund fer ekki með til Hollands.
Rasmus Höjlund fer ekki með til Hollands.
Mynd: EPA
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay æfði með Napoli í dag en liðið mætir PSV Eindhoven í Meistaradeildinni á morgun. Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund er hinsvegar enn fjarverandi og verður ekki í flugvélinni.

McTominay og Höjlund voru ekki með í 1-0 tapi gegn Torino á laugardaginn. Sauma þurfti þrjú spor í ökkla McTominay eftir að hann fékk högg á æfingu í síðustu viku en hann gat æft með liðsfélögum sínum í dag.

Höjlund á við vöðvameiðsli að stríða og getur ekki tekið þátt í leiknum á morgun. Hann hefur verið afskaplega öflugur fyrir Napoli síðan hann kom frá Manchester United.

Napoli er með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Meistaradeildinni. Í ítölsku A-deildinni er Napoli stigi á eftir toppliði AC Milan en liðið mætir Inter í stórleik á laugardag.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
12 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
13 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner