Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 20:12
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar byrjaði í tapi gegn stjörnunum í Al-Ahli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Al-Ahli 4 - 0 Al-Gharafa
1-0 Enzo Millot ('32)
2-0 Franck Kessie ('38)
3-0 Franck Kessie ('41)
4-0 Abu Al Shamat ('76)

Aron Einar Gunnarsson lék fyrri hálfleikinn í stóru tapi Al-Gharafa gegn Al-Ahli í Meistaradeild Asíu.

Enzo Millot og Franck Kessié skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum, eftir stoðsendingar frá Matheus Goncalves og Riyad Mahrez.

Staðan var 3-0 í leikhlé og lagði Ivan Toney upp síðasta mark leiksins í síðari hálfleik svo lokatöur urðu 4-0.

Aron og félagar sáu aldrei til sólar gegn stjörnum prýddu liði Al-Ahli, sem var einnig með menn á borð við Édouard Mendy og Merih Demiral í byrjunarliðinu.

Al-Ahli er núna með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Meistaradeildinni. Al-Gharafa er með þrjú stig.
Athugasemdir