Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
banner
   þri 21. október 2025 17:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emil Pálsson ráðinn til Breiðabliks
Mynd: Breiðablik
Emil Pálsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari elstu karlaflokka Breiðabliks. Hann mun hafa yfirumsjón með utanumhald, skipulagningu og þjálfun leikmanna í elstu flokkum félagsins.

Hann mun einnig vera hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla.

Hann kemur frá FH þar sem hann sinnti þjálfun yngri flokka félagsins og var í þjálfarateymi meistaraflokks.

Emil er 32 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna árið 2022 eftir að hafa farið tvisvar í hjartastopp. Hann lék lengst af hjá FH hér heima en ólst upp hjá BÍ/Bolungavík og var á láni hjá FJölni árið 2015. Hann lék með Sandefjord, Sarpsborg og Sogndal í Noregi í atvinnumennsku.

Hann kemur inn í teymi Breiðabliks fyrir Eið Ben Eiríksson sem er að taka við sem aðstoðarþjálfari Þórs.


Athugasemdir
banner