
Systurnar Íris og Rakel Grétarsdætur eru búnar að skrifa undir samninga við KR sem gilda næstu tvö árin.
Íris er fædd 2007 og Rakel 2009 og voru þær báðar í lykilhlutverki er KR endaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Íris er varnarmaður með 79 KSÍ-leiki að baki fyrir meistaraflokk þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur skorað 11 mörk í þessum leikjum þrátt fyrir að spila sem varnarmaður.
Rakel er kantmaður sem spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í fyrra og hefur síðan þá spilað 46 KSÍ-leiki fyrir KR, auk þess að eiga 5 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Þær eru dætur Grétars Sigfinns Sigurðarsonar, sem lék um 200 keppnisleiki sem leikmaður KR og 5 landsleiki fyrir U19.
Athugasemdir