Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 13:58
Elvar Geir Magnússon
Höttur og Huginn slíta samstarfi sínu
Höttur verður í 3. deildinni næsta sumar, en ekki Höttur/Huginn.
Höttur verður í 3. deildinni næsta sumar, en ekki Höttur/Huginn.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Höttur/Huginn féll úr 2. deild karla í sumar og nú hefur verið tilkynnt að félögin hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu eftir sjö ár.

Höttur á Egilsstöðum mun taka yfir stjórn liðsins og það keppir undir merkjum þess í 3. deildinni næsta sumar.

„Eftir sjö ár af góðu samstarfi hafa Höttur Rekstrarfélag og Huginn ákveðið að ljúka samstarfi sínu um rekstur sameiginlegs liðs í meistaraflokki karla undir merkjum Höttur/Huginn," segir í tilkynningunni.

„Samstarfið, sem hófst árið 2018 hefur gengið vel en ákveðið var núna að nema staðar. Liðið hefur á þessum árum tekið þátt í bæði 2. og 3. deild en liðið endaði síðasta tímabil á því að fara niður í þá þriðju."

„Höttur Rekstrarfélag tekur því alfarið við stjórn liðsins og mun það keppa undir merkjum Hattar á næsta tímabili og framvegis undir stjórn nýs þjálfara Todor Hristov."
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 22 14 2 6 60 - 35 +25 44
2.    Grótta 22 13 5 4 47 - 25 +22 44
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 32 - 24 +8 42
4.    Kormákur/Hvöt 22 11 2 9 35 - 37 -2 35
5.    Dalvík/Reynir 22 10 4 8 38 - 26 +12 34
6.    KFA 22 9 5 8 53 - 45 +8 32
7.    Haukar 22 9 4 9 36 - 40 -4 31
8.    Víkingur Ó. 22 8 4 10 42 - 40 +2 28
9.    Kári 22 8 0 14 32 - 55 -23 24
10.    KFG 22 6 5 11 38 - 52 -14 23
11.    Víðir 22 5 5 12 33 - 41 -8 20
12.    Höttur/Huginn 22 4 5 13 27 - 53 -26 17
Athugasemdir