Jurgen Klopp segir að það sé mögulegt að hann muni snúa einn daginn aftur sem þjálfari Liverpool. Hann var stjóri liðsins í níu ár og stýrði liðinu til síns fyrsta Englandsmeistaratitils í 30 ár.
Hann yfirgaf Anfield á síðasta ári og starfar nú fyrir íþróttaarm Red Bull samsteypunnar auk þess að vera ráðgjafi þýsku deildarinnar.
Hann yfirgaf Anfield á síðasta ári og starfar nú fyrir íþróttaarm Red Bull samsteypunnar auk þess að vera ráðgjafi þýsku deildarinnar.
„Ég sagði að ég myndi aldrei þjálfa annað lið á Englandi... svo út frá því þá er endurkoma til Liverpool ekkert útilokuð!" sagði Klopp í nýju hlaðvarpsviðtali.
„Ég er 58 ára og gæti tekið ákvörðun eftir nokkur ár. Ef ég þyrfti að taka ákvörðun í dag þá myndi ég aldrei þjálfa aftur. En ég þarf ekki að gera það. Sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér."
„Ég elska það sem ég er að gera núna og sakna ekki þjálfunar. Ég sakna þess ekki að standa úti í rigningu í tvo og hálfan eða þrjá tíma. Ég sakna þess ekki að fara 3-4 sinnum á fréttamannafundi eða veita 10-12 viðtöl á viku."
„Ég sakna ekki klefans beint en að sitja með leikmönnum og spjalla, það er skemmtilegt. Við unnum marga leiki og það var oftast góður andi í byggingunni."
Athugasemdir