Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðeins Fati og Yamal yngri en Viktor Bjarki
Viktor er þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar.
Viktor er þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar.
Mynd: EPA
Viktor Bjarki Daðason, 17 ára Íslendingur í liði FC Kaupmannahöfn, gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í kvöld.

Viktor Bjarki spilaði sinn fyrsta leik fyrir FCK um helgina þegar hann lagði upp mark liðsins í 3-1 tapi gegn Silkeborg.

Hann kom inn á þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma í kvöld. Dortmund var þá 2-1 undir en þýska liðið bætti tveimur mörkum við áður en VIktor Bjarki skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Junnosuke Suzuki í uppbótatíma.

Viktor Bjarki er þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar en hann er nákvæmlega 17 ára og 113 daga gamall. Aðeins Ansu Fati og Lamine Yamal voru yngri en hann þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark.

Fati skoraði með Barcelona gegn Inter árið 2019, þá 17 ára og 40 daga gamall. Yamal skoraði með Barcelona gegn Mónakó í fyrra, þá 17 ára og 68 daga gamall.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner