Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 08:00
Innkastið
Sterkasta lið 26. umferðar - KR er enn á lífi
Óskar Borgþórsson.
Óskar Borgþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson í leiknum gegn ÍBV.
Aron Sigurðarson í leiknum gegn ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Hall kokkaði þrennu.
Siggi Hall kokkaði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er ansi sókndjörf miðja í Sterkasta liði 26. umferðar Bestu deildarinnar. Lokaumferðin verður um næstu helgi og þá ræðst hvaða lið falla og hvort Breiðablik nái að hrifsa Evrópusætið af Stjörnunni.

Efri hluti
Íslandsmeistarar Víkings fögnuðu 2-1 sigri gegn Breiðabliki í leik sem reyndist síðasti leikur Halldórs Árnasonar með Blika. Óskar Borgþórsson skoraði fyrra mark Víkings og er í úrvalsliðinu líkt og liðsfélagar hans Ingvar Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson.

Stjarnan náði ekki að innsigla Evrópusætið því liðinu tókst ekki að vinna Fram í Úlfarsárdal. 1-1 urðu lokatölur þar sem Fred skoraði mark Fram og var valinn maður leiksins.

Valsmenn eru svo gott sem öruggir með annað sætið en þeir gerðu 4-4 jafntefli við FH í stórskemmtilegum leik. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði þrennu fyrir FH og nafni hans Sigurður Egill Lárusson skoraði af vítapunktinum fyrir Val í hans síðasta heimaleik fyrir félagið.



Neðri hluti
KR er enn á lífi og með örlögin í sínum höndum eftir nauðsynlegan 2-1 heimasigur gegn ÍBV. Aon Sigurðarson og Finnur Tómas Pálmason eru í liði umfeðarinnar og þá er Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari umferðarinnar.

Það var mikil dramatík þegar Afturelding og Vestri gerðu 1-1 jafntefli. Vestramenn jöfnuðu með flautumarki en varnarmaður þeirra, Eiður Aron Sigurbjörnsson, var valinn maður leiksins.

Þá fór KA á kostum gegn ÍA og vann 5-1 sigur þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvö mörk og var magnaður. Ingimar Torbjörnsson Stöle er einnig í liði umferðarinnar en þó Skagamenn hafi fengið þennan skell gera önnur úrslit það að verkum að þeir eru orðnir öruggir með sæti sitt.

Fyrri lið umferðarinnar:
   06.10.2025 08:45
Sterkasta lið 25. umferðar - Magnaðir Víkingar
   30.09.2025 12:35
Sterkasta lið 24. umferðar - Valdimar í sjötta sinn og Eyjamenn í ham
   16.09.2025 09:50
Sterkasta lið 22. umferðar - Skagamenn eru á lífi
   02.09.2025 11:20
Sterkasta lið 21. umferðar - Endurkoma fullkomnuð með flautumarki
   27.08.2025 12:10
Sterkasta lið 20. umferðar - Sýndu klærnar eftir hlé
   12.08.2025 09:45
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
   07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
   29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 16 6 4 56 - 31 +25 54
2.    Valur 26 13 6 7 61 - 44 +17 45
3.    Stjarnan 26 12 6 8 48 - 42 +6 42
4.    Breiðablik 26 10 9 7 43 - 40 +3 39
5.    FH 26 8 9 9 46 - 42 +4 33
6.    Fram 26 9 6 11 37 - 37 0 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 10 6 10 41 - 46 -5 36
2.    ÍBV 26 9 6 11 31 - 33 -2 33
3.    ÍA 26 10 1 15 36 - 50 -14 31
4.    Vestri 26 8 5 13 25 - 39 -14 29
5.    KR 26 7 7 12 50 - 61 -11 28
6.    Afturelding 26 6 9 11 36 - 45 -9 27
Athugasemdir
banner
banner