Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   þri 21. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Villa að semja - Höfnuðu tilboði frá Everton
Mynd: EPA
Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greina frá því að John McGinn, fyrirliði Aston Villa, sé nálægt því að ná samkomulagi við félagið um samningsmál.

Núverandi samningur McGinn gildir til sumarsins 2027 en hann er 31 árs gamall og lykilmaður á miðjunni hjá Unai Emery.

Úrvalsdeildarfélög sýndu McGinn áhuga síðasta sumar og hafnaði Villa 18 milljón punda tilboði frá Everton í leikmanninn.

McGinn er gríðarlega fjölhæfur leikmaður og er búinn að skora þrjú mörk og gefa eina stoðsendingu í 11 leikjum í öllum keppnum á nýju tímabili.

Hann kom að 10 mörkum í 49 leikjum á síðustu leiktíð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir