Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög miklar líkur á að Birnir verði leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru mjög miklar líkur á því að Birnir Snær Ingason verði leikmaður Stjörnunnar á næsta tímabili.

Birnir er samningsbundinn KA út árið en má ræða við önnur félög ef þau láta KA vita af því áður en farið er í viðræðurnar.

Hann kom til KA frá Halmstad í sumar og hefur staðið sig vel fyrir norðan. KA liðið hefur spilað vel eftir komu hans og hann spilað betur og betur eftir því sem liðið hefur á og hann komist í betri takt.

Hann er 28 ára vinstri kantmaður sem hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum með KA. Hann var tímabilið 2023 besti leikmaður deildarinnar þegar hann blómstraði í Íslandsmeistaraliði Víkings.

Stjarnan á leik gegn Fram í kvöld og getur með sigri tryggt sér Evrópusæti á næsta tímabili. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal.
Athugasemdir
banner
banner