Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson hefur skrifað undir nýjan samning við Víking Ólafsvík og tekur því slaginn með liðinu á næstu leiktíð.
Jón Kristinn er 24 ára en hann gekk til liðs við félagið frá ÍBV fyrir síðasta tímabil. Hann lék alla leiki liðsins í 2. deildinni þar sem liðið hafnaði í 8. sæti.
Jón Kristinn er 24 ára en hann gekk til liðs við félagið frá ÍBV fyrir síðasta tímabil. Hann lék alla leiki liðsins í 2. deildinni þar sem liðið hafnaði í 8. sæti.
Hann stóð sig mjög veel og var valinn besti leikmaður liðsins af leikmönnum á lokahófi félagsins.
„Við fögnum því að Jón hafi ákveðið að halda kyrru fyrir í Ólafsvík," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir