Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   mán 20. október 2025 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndir: Katrín fékk heiðursskiptingu eftir upphafssparkið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir var í byrjunarliði Breiðabliks á laugardag þegar FH kom í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Katrín hefur glímt við meiðsli frá því í lokaleik síðasta tímabils og lék ekkert með Breiðabliki í sumar, en var í kringum hópinn og fékk þessa kveðjustund á laugardag.

Hún byrjaði leikinn og fór svo af velli strax á 1. mínútu leiksins. Inn fyrir hana kom markadrottningin Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

Eftir leik lyfti hún svo Íslandsmeistaraskildinum í annað sinn en alls hefur hún orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum.

Hún er 32 ára framherji sem lék 334 KSÍ leiki og skoraði í þeim 138 mörk. Hún lék einnig 19 A-landsleiki og skoraði í þeim eitt mark.

Hafliði Breiðfjörð var á Kópavogsvelli og fangaði þessi augnablik.
Athugasemdir