Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
England: Brentford ekki í erfiðleikum með West Ham
Thiago er kominn með 6 mörk í 9 leikjum á nýju tímabili.
Thiago er kominn með 6 mörk í 9 leikjum á nýju tímabili.
Mynd: Brentford
West Ham er búið að tapa tveimur og gera eitt jafntefli undir stjórn Nuno.
West Ham er búið að tapa tveimur og gera eitt jafntefli undir stjórn Nuno.
Mynd: West Ham
West Ham 0 - 2 Brentford
0-1 Igor Thiago ('43)
0-2 Mathias Jensen ('95)

West Ham United tók á móti Brentford í Lundúnaslag í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Brentford var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik og voru gestirnir óheppnir að skora ekki fyrr en á 43. mínútu. Igor Thiago setti boltann þá í netið og endurtók leikinn nokkrum mínútum síðar, en það var ekki dæmt gilt vegna ótrúlega naumrar rangstöðu eftir athugun í VAR-herberginu.

Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill þar sem meira jafnræði ríkti með liðunum, en Hamrarnir gerðu sig þó ekki líklega til að jafna metin. Þeir komust í nokkrar hættulegar stöður í uppbótartímanum án þess þó að valda Caoimhín Kelleher áhyggjum á milli stanganna.

Gestirnir frá Brentford svöruðu með að geysast upp í sókn þar sem Mathias Jensen innsiglaði sigurinn með góðu skoti aðeins nokkrum mínútum eftir innkomu sína af bekknum. Lokatölur 0-2.

Brentford er þá komið með 10 stig eftir 8 umferðir og skilur West Ham eftir í fallsæti með 4 stig.

Þetta var þriðji leikur Nuno Espírito Santo við stjórnvölinn hjá West Ham en næstu leikir liðsins eru gegn Leeds, Newcastle, Burnley og Bournemouth.

Brentford á erfiðari leiki framundan, gegn Liverpool, Crystal Palace, Newcastle og Brighton.

Hákon Rafn Valdimarsson, varamarkvörður Brentford, sat á bekknum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner