Barcelona tekur á móti gríska liðinu Olympiakos í Meistaradeildinni á morgun en katalónska liðið verður án mikilvægra leikmanna.
Joan Garcia, Gavi, Dani Olmo og Robert Lewandowski eru allir fjarri góðu gamni.
Raphinha hefur ekki spilað síðustu vikur vegna meiðsla aftan í læri. Vonast var til þess að brasilíski landsliðsmaðurinn yrði kominn til baka á þessum tímapunkti en hann hefur enn ekki fengið grænt ljós frá læknateyminu.
Ferran Torres er einnig að glíma við meiðsli og verður ekki með á morgun. Spænskir fjölmiðlar segja að meiðslin séu ekki alvarleg en engin áhætta verði tekin á morgun, enda El Clasico handan við hornið.
Góðu fréttirnar fyrir Börsunga eru að Lamine Yamal lék 60 mínútur gegn Girona og ætti að vera klár í slaginn á morgun og það sama á við Fermin Lopez sem kom inn af bekknum.
Athugasemdir


