Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Rashford með tvennu í stórsigri Barcelona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona lagði Olympiakos í þriðju umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Fermin Lopez kom Barcelona yfir snemma leiks og bætti öðru markinu við áður en flautað var til hálfleiks.

Ayoub El Kaabi skoraði snemma í seinni hálfleik eftir fyrirgjöf frá Daniel Podence en markið var dæmt af þar sem Podence var rangstæður. Olympiakos fékk hins vegar víti í staðin þar sem boltinn fór í höndina á Eric Garcia.

El Kaabi steig á punktinn og skoraði og í þetta sinn fékk markið að standa. Stuttu síðar fékk Santiago Hezze, miðjumaður Olympiakos, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Barcelona fékk vítaspyrnu þegar Konstantinos Tzolakis, markvörður Olympiakos, braut á Marcus Rashford. Lamine Yamal skoraði úr vítinu. Rashford fór síðan langt með að tryggja Barcelona sigurinn stuttu síðar þegar hann skoraði fjórða mark Barcelona en spænska liðið var ekki búið að segja sitt síðasta.

Lopez fullkomnaði þrennuna eftir fyrirgjöf frá Ronny Bardghji og Rashford skoraði sjötta mark liðsins með lúmsku skoti í nærhornið og þar við sat.

Kairat Almaty og Pafos gerðu markalaust jafntefli en Pafos var manni færri nánast allan leikinn þar sem Joao Correia fékk rautt spjald eftir rúmlega þriggja mínútna leik.

Barcelona er með sex stig, Pafos er með tvö stig og Olympiakos og Kairat Almaty eru með eitt stig.

Kairat 0 - 0 Pafos FC
Rautt spjald: Joao Correia, Pafos FC ('4)

Barcelona 6 - 1 Olympiakos
1-0 Fermin Lopez ('7 )
2-0 Fermin Lopez ('39 )
2-1 Ayoub El Kaabi ('54 , víti)
3-1 Lamine Yamal ('68 , víti)
4-1 Marcus Rashford ('74 )
5-1 Fermin Lopez ('76 )
6-1 Marcus Rashford ('79 )
Rautt spjald: Santiago Hezze, Olympiakos ('57)
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 PSG 3 3 0 0 7 1 +6 9
2 Inter 3 2 1 0 5 0 +5 7
3 Arsenal 3 2 1 0 4 0 +4 7
4 Bayern 2 2 0 0 8 2 +6 6
5 Real Madrid 2 2 0 0 7 1 +6 6
6 Barcelona 3 2 0 1 9 4 +5 6
7 Qarabag 2 2 0 0 5 2 +3 6
8 Dortmund 3 1 2 0 8 5 +3 5
9 Man City 3 1 2 0 4 2 +2 5
10 Atletico Madrid 3 1 1 1 7 4 +3 4
11 Newcastle 3 1 1 1 5 2 +3 4
12 Tottenham 2 1 1 0 3 2 +1 4
13 Napoli 3 1 1 1 2 3 -1 4
14 St. Gilloise 3 1 1 1 3 5 -2 4
15 Marseille 2 1 0 1 5 2 +3 3
16 Club Brugge 2 1 0 1 5 3 +2 3
17 Sporting 2 1 0 1 5 3 +2 3
18 Eintracht Frankfurt 2 1 0 1 6 6 0 3
19 Liverpool 2 1 0 1 3 3 0 3
20 Chelsea 2 1 0 1 2 3 -1 3
21 Atalanta 2 1 0 1 2 5 -3 3
22 Galatasaray 2 1 0 1 2 5 -3 3
23 Juventus 2 0 2 0 6 6 0 2
24 Bodö/Glimt 2 0 2 0 4 4 0 2
25 Leverkusen 3 0 2 1 3 4 -1 2
26 Villarreal 3 0 2 1 2 3 -1 2
27 FCK 3 0 2 1 2 4 -2 2
28 PSV 3 0 2 1 2 4 -2 2
29 Pafos FC 3 0 2 1 1 5 -4 2
30 Benfica 3 0 1 2 2 4 -2 1
31 Mónakó 2 0 1 1 3 6 -3 1
32 Slavia Prag 2 0 1 1 2 5 -3 1
33 Olympiakos 3 0 1 2 1 8 -7 1
34 Kairat 3 0 1 2 1 9 -8 1
35 Athletic 2 0 0 2 1 6 -5 0
36 Ajax 2 0 0 2 0 6 -6 0
Athugasemdir
banner