Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 13:18
Elvar Geir Magnússon
„Slot verður að henda Salah á bekkinn“
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
„Slot verður að henda Salah á bekkinn. Það er ekkert annað sem kemur til greina," segir John Cross, helsti fótboltafréttamaður Mirror.

„Egypski kóngurinn hjá Liverpool er skugginn af sjálfum sér og virðist týndur á vellinum. Salah hefur haft hægt um sig. Hann reyndi á fullu gegn Manchester United en hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá honum. Hann er að fara illa með tækifærin."

„Enginn leikmaður er stærri en liðið. Salah verður að vera settur á bekkinn gegn Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni á miðvikudag. Fjórir tapleikir í röð er versta skrið Liverpool síðan 2014 og ef liðið tapar fimm í röð verður það versta skrið síðan í september 1953."

„Liverpool þarf að komast aftur á beinu brautina og það sem allra fyrst. Margir leikmenn hafa verið langt frá sínu besta en ég er sannfærður um að Alexander Isak og Florian Wirtz munu ná flugi. Salah er hinsvegar meðvitundarlaus og fyrir hag liðsins verður að taka hann út. Hann þarf að fá hvíld til að finna sjálfstraustið. Hugo Ekitike á skilið að fá traustið."

Salah hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í fyrstu umferð deildarinnar og athygli vakti þegar hann var tekinn af velli gegn United í gær, þegar Liverpool þurfti nauðsynlega á marki að halda.

Frammistaða Salah hefur dalað mikið síðan hann skrifaði undir samning til 2027.

Átján leikir Salah fyrir undirskriftina:
Leikir: 18
Mörk: 11
Stoðsendingar: 5

Átján leikir Salah eftir undirskriftina:
Leikir: 18
Mörk: 5
Stoðsendingar: 4
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner