Argentínski fótboltasnillingurinn Lionel Messi ætlar að vera áfram hjá Inter Miami en hann á aðeins tvo og hálfan mánuð eftir af núverandi samningi við félagið.
Messi er langbesti leikmaður bandarísku MLS deildarinnar þrátt fyrir að vera 38 ára gamall. Hann kom með beinum hætti að 45 mörkum í 28 deildarleikjum með Inter og ef allar keppnir eru skoðaðar þá skoraði hann eða lagði upp 56 sinnum í 43 leikjum.
Messi líður vel hjá Inter þar sem hann er umkringdur vinum sínum eftir að Luis Suárez, Jordi Alba, Sergio Busquets og Rodrigo De Paul skrifuðu einnig undir.
Inter fer í úrslitakeppni MLS deildarinnar og spilar þar við Nashville í 16-liða úrslitum.
19.10.2025 06:00
Bandaríkin: Messi með þrennu í lokaumferðinni - Dagur Dan í tapliði
Athugasemdir