Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Powerade
Morten Hjulmand.
Morten Hjulmand.
Mynd: EPA
 Omorodion er á óskalista Tottenham.
Omorodion er á óskalista Tottenham.
Mynd: EPA
Manchester United vill styrkja miðsvæðið, Silva er í miklum metum hjá Fulham og spænsku risarnir vilja varnarmann Palace. Þetta og mikið fleira í slúðurpakkanum á þessum kuldalega þriðjudegi.

Danski miðjumaðurinn Morten Hjulmand (26) hjá Sporting Lissabon er helsta skotmark Manchester United sem vill styrkja miðsvæðið sitt. United er bjartsýnt á að geta tryggt sér Hjulmand fyrir um 50 milljónum punda. (Teamtalk)

Eigendur Fulham hafa sagt stjóranum Marco Silva frá löngun sinni til að endurnýja samning hans. Silva er með riftunarákvæði upp á 15 milljónir punda. (The Athletic)

Barcelona og Real Madrid fylgjast grannt með enska miðverðinum Marc Guehi (25) sem mun ekki endurnýja samning sinn við Crystal Palace en hann rennur út eftir tímabilið. (Fichajes)

Spænski sóknarmaðurinn Samu Omorodion (21) hjá Porto er á óskalista Tottenham. (TBR)

Arsenal heldur áfram að reyna að fá hollenska varnarmanninn Jurrien Timber (24) til að skrifa undir nýjan samning en báðir aðilar vilja ná samkomulagi. (GiveMeSport)

Félög á Spáni og Ítalíu sýna úkraínska bakverðinum Vitalii Mykolenko (26) hjá Everton áhuga. (Footmercato)

Ensku úrvalsdeildarfélögin Chelsea, Aston Villa, Brighton og Brentford hafa fylgst með Guela Doue (23), bakverði Strasbourg. Franska félagið gæti sett um 26 milljóna punda verðmiða á Fílabeinsstrendinginn. (Caught Offside)

Leeds hefur áhuga á miðjumanninum Issouf Sissokho (23), leikmanni Maccabi Tel Aviv og Malí, fyrir janúargluggann. (Africafoot)

Aston Villa fylgist náið með japanska vængmanninum Takefusa Kubo (24) hjá Real Sociedad en hann hefur ákveðið að hann vilji yfirgefa spænska félagið í janúar. (Fichajes)
Athugasemdir
banner