Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 14:17
Elvar Geir Magnússon
KSÍ: Leit að nýjum þjálfara U21 mun hefjast von bráðar
Ólafur Ingi Skúlason (til hægri) er hættur þjálfun U21 landslisins.
Ólafur Ingi Skúlason (til hægri) er hættur þjálfun U21 landslisins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„KSÍ getur staðfest að Ólafur Ingi Skúlason hefur látið af störfum sem þjálfari U21 landsliðs karla frá og með deginum í dag, að eigin ósk. KSÍ þakkar Ólafi Inga fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi," segir í tilkynningu KSÍ.

„Leit að nýjum þjálfara U21 landsliðs karla mun hefjast von bráðar."

Ólafur Ingi hefur verið ráðinn þjálfari Breiðabliks eftir að Halldór Árnason var rekinn.

Ólafur er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem hefur þjálfað U21 ára landsliðið í eitt og hálft ár og var þar á undan með U19.

U21 landsliðið er í miðri undankeppni og mun mæta Lúxemborg á útivelli þann 13. nóvember.
Athugasemdir