Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 12:23
Kári Snorrason
Kompany framlengir við Bayern
Belginn er samningsbundinn Bayern til ársins 2029.
Belginn er samningsbundinn Bayern til ársins 2029.
Mynd: Bayern Munchen

Vincent Kompany hefur framlengt samning sinn við þýska stórveldið Bayern Munchen og er hann nú samningsbundinn félaginu til ársins 2029. 

Kompany tók við liðinu í fyrra og var hann samningsbundinn liðinu til ársins 2027. Hann stýrði liðinu til sigurs í þýsku Bundesligunni í fyrra. 


Bayern er nú á toppi deildarinnar í Þýskalandi með fimm stiga forystu á annað sætið. Liðið hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni það sem af er tímabils og mæta þeir Club Brugge á Allianz Arena á morgun.

Kompany kom til Bayern frá Burnley þar sem hann stýrði liðinu til sigurs í Championship-deildinni 2023 en féll svo með liðið úr ensku úrvalsdeildinni ári síðar. 


Athugasemdir
banner