Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 21. október 2025 11:09
Elvar Geir Magnússon
Ívar Orri dæmir hörkuleik í Tyrklandi
Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskt dómarateymi verður að störfum í leik Samsunspor og Dynamo Kiev í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag.

Ívar Orri Kristjánsson verður með flautuna og þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verða aðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður fjórði dómari.

Ívar, Birkir og Gylfi störfuðu saman á leik Aftureldingar og Vestra í Bestu deildinni um síðustu helgi.

Leikurinn fer fram í Tyrklandi en Samsunspor hafnaði í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Dynamo Kiev er úkraínskur meistari og má búast við hörkuleik.
Athugasemdir
banner
banner