Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 11:00
Kári Snorrason
Sneri aftur eftir erfið meiðsli - „Veit ekki hvort að fólk hafi áttað sig á því að hann hefur vantað“
Stefán Árni í leiknum í gær.
Stefán Árni í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán kemur inn á.
Stefán kemur inn á.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stefán Árni Geirsson sneri aftur á völlinn í gærdag í sínum fyrsta leik eftir erfið meiðsli er KR sigraði ÍBV. Stefán fótbrotnaði og fór úr ökklalið seint á undirbúningstímabilinu og var strax ljóst að hann yrði lengi frá og óvíst að hann myndi koma til baka á tímabilinu.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, hrósaði honum í hástert eftir sigurinn og sagði endurkomu Stefáns vera kirsuberið ofan á kökuna.


„Það er kirsuberið ofan á kökuna í dag. Hann er kominn aftur til baka, en hann á auðvitað langt í land. En það er mikilvægt fyrir hópinn að fá hann inn, mikilvægt fyrir KR og ekki síst hann sjálfan. Að finna að hann sé kominn á þennan stað í endurhæfingunni.“ 

„Við settum markmið að hann myndi ná að spila áður en að tímabilinu lýki, sumir sögðu að það væri bratt. Hann er búinn að ná. því og nú þurfum við að byggja ofan á það.

„Því það vita það allir að Stefán Árni í formi er einn af betri leikmönnum deildarinnar og klárt mál að við höfum saknað hans í sumar. Ég veit ekki hvort að menn hafi áttað sig á því að hann hefur vantað, en frábært að fá hann til baka.“ 

Viðtalið við Óskar má sjá hér fyrir neðan og er hann spurður út í Stefán undir lok viðtals.


Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Athugasemdir