Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
þriðjudagur 21. október
Championship
Hull City 2 - 0 Leicester
Bristol City 1 - 1 Southampton
Ipswich Town 0 - 0 Charlton Athletic
Blackburn 1 - 0 Sheffield Utd
Millwall 2 - 0 Stoke City
Derby County 0 - 0 Norwich
Preston NE 0 - 1 Birmingham
Portsmouth 0 - 1 Coventry
Meistaradeildin
Kairat 0 - 0 Pafos FC
Barcelona 6 - 1 Olympiakos
St. Gilloise 0 - 2 Inter
PSV 2 - 1 Napoli
Leverkusen 1 - 4 PSG
Arsenal 0 - 0 Atletico Madrid
FCK 1 - 1 Dortmund
Villarreal 0 - 2 Man City
Newcastle 1 - 0 Benfica
Vináttuleikur
Uruguay U-18 1 - 0 Colombia U-17
þri 21.okt 2025 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Sterkasta lið ársins og önnur verðlaun í Bestu deild kvenna

Tímabilið í Bestu deild kvenna kláraðist um liðna helgi en annað árið í röð er Breiðablik Íslandsmeistari. Blikar voru langbesta lið landsins í ár en þær urðu einnig bikarmeistarar. FH kom á óvart og náði í Meistaradeildarsæti, en liðið spilaði skemmtilegan fótbolta í allt sumar. Tindastóll og FHL fara niður, en upp í þeirra stað koma ÍBV og Grindavík/Njarðvík.

Við á Fótbolta.net höfum valið úrvalslið ársins í Bestu deild kvenna að okkar mati í boði Steypustöðvarinnar. Einnig höfum við valið leikmann ársins, efnilegasta leikmann ársins og besta þjálfarann. Allt það má sjá hér fyrir neðan en tímabilið verður jafnframt gert upp í hlaðvarpinu Uppbótartíminn í næstu viku.

Arna Eiríksdóttir.
Arna Eiríksdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Helena var geggjuð í liði Blika.
Elín Helena var geggjuð í liði Blika.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Funadóttir kom sterk inn í lið Þróttar.
Mist Funadóttir kom sterk inn í lið Þróttar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Lana var frábær áður en hún var seld til Kristianstad í Svíþjóð.
Elísa Lana var frábær áður en hún var seld til Kristianstad í Svíþjóð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir.
Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg var markadrottningin.
Berglind Björg var markadrottningin.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta Georgsdóttir er leikmaður ársins.
Birta Georgsdóttir er leikmaður ársins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Karen er efnilegust.
Thelma Karen er efnilegust.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Nik Chamberlain er þjálfari ársins.
Nik Chamberlain er þjálfari ársins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik endaði sem Íslandsmeistari.
Breiðablik endaði sem Íslandsmeistari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


Markvörður: Mollee Swift (Þróttur R.)
Það er ekki hægt að segja að markverðir Bestu deildarinnar hafi gert miklar rósir í sumar, en besti markvörður mótsins var Mollee Swift úr Þrótti. Hún var að klára sitt annað tímabil á Íslandi og tók klárlega stökk fram á við miðað við síðasta tímabil.

Vörn: Mist Funadóttir (Þróttur R.)
Eftir að hafa fallið með Fylki á síðasta tímabili þá tók Mist stökkið aftur yfir í Laugardalinn og fann hún sig vel í umhverfinu sem hún ólst upp í. Mist var sérstaklega góð fyrri hlutann í liði Þróttar sem endaði í þriðja sæti deildarinnar.

Vörn: Arna Eiríksdóttir (FH)
Arna var ein af þeim sem kom til greina sem leikmaður ársins hjá leikmönnum deildarinnar og það skiljanlega. Hún sprakk út í liði FH og var keypt til norska meistaraliðsins Vålerenga áður en mótið kláraðist.

Vörn Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik)
Þessi frábæri miðvörður Blika er klárlega einn besti leikmaður mótsins, ef ekki bara sá besti. Hún gerir allavega tilkall í það. Elín tók mjög jákvæð skref í sumar og var hluti af ótrúlega sterkri vörn Blika. Það kæmi á óvart ef hún tekur annað tímabil á Íslandi.

Vörn: Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Var góð þegar hún kom inn í bakvörðinn hjá Blikum seint á síðasta tímabili og hún bætti sig enn frekar í sumar þó systir hennar, Ásta Eir, væri ekki lengur við hlið hennar. Var öflug í vinstri bakverðinum hjá Íslandsmeistaranum og átti mjög fínt tímabil. Hlýtur að stefna á það að komast aftur út í atvinnumennskuna fljótlega.

Miðja: Deja Sandoval (FH)
Var í liði ársins í Lengjudeild kvenna í fyrra þegar hún hjálpaði FHL að komast upp í Bestu deildina. Hún skipti yfir til FH fyrir tímabilið í ár og sýndi það svo sannarlega að hún eigi heima í Bestu deildinni og gott betur en það. Límið í leik Fimleikafélagsins.

Miðja: Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
Elísa Lana var einn besti leikmaður Íslandsmótsins áður en hún var seld út til Kristianstad í Svíþjóð fyrir nokkrum vikum. Bætti sig gríðarlega mikið frá síðasta tímabili og fór verðskuldað í atvinnumennskuna.

Kantur: Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
Leikmaður sem gjörsamlega sprakk út í sumar og er núna hluti af A-landsliðinu þrátt fyrir að vera bara 17 ára. Leikmaður sem verður stór hluti af landsliðinu í framtíðinni en hún var mikill lykilmaður fyrir FH í sumar og stór partur af því að liðið endaði í öðru sæti. Hún hlýtur að fara út í stórt félag í vetur.

Sóknartengiliður: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Átti magnað tímabil í liði Blika. Hún fékk fyrirliðabandið fyrir tímabilið og tók þeirri ábyrgð gífurlega vel. Öglu Maríu líður mjög vel í Kópavogi en hún skoraði tíu mörk og lagði upp 15 í Bestu deildinni í sumar. Eitt hennar besta tímabil til þessa.

Kantur: Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Annar leikmaður sem gjörsamlega sprakk út í sumar. Hún skoraði 18 mörk og lagði upp sjö fyrir Blika í sumar og kom að 25 mörkum, eins og Agla María. Hennar langbesta tímabil á ferlinum og hún á svo sannarlega rétt á því að vera ósátt við það að vera ekki í nýjasta landsliðshópnum.

Sókn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Berglind Björg mætti í hefndarhug inn í mótið eftir að Valur kaus að losa sig við hana í gegnum símann eftir síðustu leiktíð. Berglindi líður best í grænu en hún skoraði 23 mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni í sumar og endaði sem markadrottning deildarinnar.

Varamannabekkur:
Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.)
Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Samantha Smith (Breiðablik)
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Murielle Tiernan (Fram)

Leikmaður ársins: Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Það eru nokkrir leikmenn sem koma til greina; Elín Helena og Agla María til dæmis en það er Birta sem fær þessi verðlaun. Hún átti magnað sumar þar sem hún kom með beinum hætti að 25 mörkum. Hennar langbesta tímabil á ferlinum. Hún átti líka stærsta augnablik tímabilsins fyrir Breiðablik þegar hún skoraði tvö mörk í uppbótartíma gegn FH, í leik sem skipti gríðarlega miklu máli í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Birta er svo sannarlega vel að þessu komin.

Efnilegust: Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
Við erum sammála leikmönnum deildarinnar þarna líka. Thelma Karen var langefnilegasti leikmaður deildarinnar í sumar. Hún var gífurlega mikilvæg fyrir FH-lið sem endaði í öðru sæti Bestu deildarinnar og komst þannig í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð. Thelma Karen er með eiginleika sem ekki margar fótboltakonur frá Íslandi eru með og hún verður stór partur af landsliðinu í framtíðinni. Það eru væntanlega stór félög í Evrópu að fylgjast með henni og er líklegt að hún fari erlendis í vetur.

Þjálfari ársins: Nik Chamberlain (Breiðablik)
Annað tímabilið í röð er Englendingurinn þjálfari ársins. Blikaliðið hans toppaði sig frá síðasta tímabili þar sem þær unnu tvöfalt á þessari leiktíð. Þær voru á endanum langbesta lið landsins og eitt besta lið Íslandssögunnar. Breiðablik spilaði virkilega skemmtilegan fótbolta og skoraði fullt af mörkum. Nik er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun taka næsta skref á þjálfaraferlinum með Kristianstad. Hann er þjálfari sem getur náð verulega langt á næstu árum.
Athugasemdir
banner