Heimild: Tipsbladet
Hinn 17 ára gamli VIktor Bjarki Daðason spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið FCK um helgina þegar hann kom inn á og lagði upp mark liðsins í 3-1 tapi gegn Silkeborg.
Viktor Bjarki er í leikmannahópi liðsins sem fær Dortmund í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld. Daníel Traustason þjálfaði hann í yngri flokkum Fram en hann ræddi við Viaplay.
Viktor Bjarki er í leikmannahópi liðsins sem fær Dortmund í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld. Daníel Traustason þjálfaði hann í yngri flokkum Fram en hann ræddi við Viaplay.
„Maður sá hæfileikana strax þegar ég þjálfaði hann, hann er með meðfæda hæfileika," sagði Daníel.
„Maður sá það á færninni að hann yrði stórkostlegur. Hann er með eitthvað sem vantar upp á hjá mörgum leikmönnum sem er hausinn, þroskinn."
Hann hefur mikla trú á Viktori í kvöld. Viktor Bjarki byrjar á bekknum.
„Hann kom inn í aðallið Fram þegar hann var 15 ára og hann hafði alltaf áhrif. Ég er sannfærður um að hann muni hafa áhrif gegn Dortmund, hvort sem hann fær tíu eða fimmtán mínútur," sagði Daníel.
Athugasemdir