Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 19. október 2025 23:07
Gunnar Bjartur Huginsson
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti spræku FH-liði á N1-vellinum í kvöld. Leikurinn var merkilegur, ekki síst í ljósi þess að Sigurður Egill Lárusson var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val og Valsmenn hefðu geta tryggt sér annað sætið í deildinni. 

Ekki mikið hægt að segja um þennan leik. Kannski skemtilega fyrir fólkið sem kom að horfa á leikinn en hvorki ég eða Heimir trúi ég að séu sáttir með frammistöðu okkar liða. Þetta var ekki góður leikur heilt yfir en það eina jákvæða sem maður tekur út úr þessum leik er að við komum til baka," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals að leik loknum.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

Það hefur umræða skapast um að það sé lítið undir í mörgum leikjum og þar á meðal þessum leik sem fór fram í kvöld, vegna þess að liðin eru ekki að spila um neitt. Hins vegar er það ekki alveg rétt, þar sem að annað sætið er í raun verðmætara evrópusæti en þriðja sætið og hefðu Valsmenn tryggt það með sigri í kvöld.

Alveg klárlega, Við erum búnir að fara yfir þetta. Það er svolítill munur á því að lenda í öðru eða þriðja sæti og alveg sama hver munurinn er á evrópusætunum. Þú vilt fara í alla leiki, til þess að vinna og að sjálfsögðu viljum við vinna leikina en við gerðum ekki nóg."

Ákveðið var að endurnýja ekki samning Sigurðar Egils Lárussonar, leikmanns Vals en hann hefur verið lykilmaður í Valsliðum í þau þrettán ár sem hann hefur varið hjá félaginu. Kom það mörgum á óvart og vaknar þá spurningin hver það var sem tók þá ákvörðun.

Það er ekki í neinum klúbbi, ég eða þú. Það er alltaf við og það er bara ákvörðun sem er tekin og það tekur enginn af Sigga hvað hann hefur gert fyrir klúbbinn. Þrettán ár og yfir 400 leikir fyrir klúbbinn. Minn heiður að fá að þjálfa Sigga í tvígang."

Mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfarastöðu Vals en einhver orðrómur hefur verið um að Túfa verði látinn fara eftir tímabilið. 

Það er bara alltaf þannig að stjórn og klúbburinn sem ræður því hvað þjálfarar eru lengi í sínu starfi. Ég er bara samningsbundinn Val og vill halda áfram þessari vinnu sem við erum búnir að gera í ár og það var skref fram á við í mörgu sem við vorum að gera."


Athugasemdir
banner
banner