Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 19. október 2025 23:07
Gunnar Bjartur Huginsson
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti spræku FH-liði á N1-vellinum í kvöld. Leikurinn var merkilegur, ekki síst í ljósi þess að Sigurður Egill Lárusson var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val og Valsmenn hefðu geta tryggt sér annað sætið í deildinni. 

Ekki mikið hægt að segja um þennan leik. Kannski skemtilega fyrir fólkið sem kom að horfa á leikinn en hvorki ég eða Heimir trúi ég að séu sáttir með frammistöðu okkar liða. Þetta var ekki góður leikur heilt yfir en það eina jákvæða sem maður tekur út úr þessum leik er að við komum til baka," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals að leik loknum.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

Það hefur umræða skapast um að það sé lítið undir í mörgum leikjum og þar á meðal þessum leik sem fór fram í kvöld, vegna þess að liðin eru ekki að spila um neitt. Hins vegar er það ekki alveg rétt, þar sem að annað sætið er í raun verðmætara evrópusæti en þriðja sætið og hefðu Valsmenn tryggt það með sigri í kvöld.

Alveg klárlega, Við erum búnir að fara yfir þetta. Það er svolítill munur á því að lenda í öðru eða þriðja sæti og alveg sama hver munurinn er á evrópusætunum. Þú vilt fara í alla leiki, til þess að vinna og að sjálfsögðu viljum við vinna leikina en við gerðum ekki nóg."

Ákveðið var að endurnýja ekki samning Sigurðar Egils Lárussonar, leikmanns Vals en hann hefur verið lykilmaður í Valsliðum í þau þrettán ár sem hann hefur varið hjá félaginu. Kom það mörgum á óvart og vaknar þá spurningin hver það var sem tók þá ákvörðun.

Það er ekki í neinum klúbbi, ég eða þú. Það er alltaf við og það er bara ákvörðun sem er tekin og það tekur enginn af Sigga hvað hann hefur gert fyrir klúbbinn. Þrettán ár og yfir 400 leikir fyrir klúbbinn. Minn heiður að fá að þjálfa Sigga í tvígang."

Mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfarastöðu Vals en einhver orðrómur hefur verið um að Túfa verði látinn fara eftir tímabilið. 

Það er bara alltaf þannig að stjórn og klúbburinn sem ræður því hvað þjálfarar eru lengi í sínu starfi. Ég er bara samningsbundinn Val og vill halda áfram þessari vinnu sem við erum búnir að gera í ár og það var skref fram á við í mörgu sem við vorum að gera."


Athugasemdir
banner