Wayne Rooney talar virkilega vel um Harry Maguire og segir að hann hafi verið lagður í einelti í gegnum ferilinn. Maguire var hetja Manchester United þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Liverpool.
Rooney hefur fengið stóran skammt af gagnrýni og oft verið skotspónn hjá fótboltaáhugafólki á samfélagsmiðlum.
Rooney hefur fengið stóran skammt af gagnrýni og oft verið skotspónn hjá fótboltaáhugafólki á samfélagsmiðlum.
„Hann sýndi í dag af hverju hann ætti að vera í HM hópnum. Og ég meina það innilega. Hann er svo mikilvægur," segir Rooney.
„Ég ætti erfitt með að höndla það sem hann hefur þurft að ganga í gegnum. Það hefur verið gert grín að honum í mörg ár. Hann er með svo öflugt hugarfar að hafa farið í gegnum þetta."
„Þetta er náungi sem hefur verið í úrvalsliði mótsins á HM og hefur verið magnaður fyrir England, virkilega góður fyrir Man United og fengið virkilega ósanngjarna gagnrýni. Þetta hefur bara verið einelti."
„Hann er svo sterkur einstaklingur og ég gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd."
Athugasemdir