Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 11:50
Kári Snorrason
Getur ekki skilið hvers vegna sú besta í deildinni er ekki í landsliðinu
Kvenaboltinn
Birta fékk Flugleiðahornið svokallaða.
Birta fékk Flugleiðahornið svokallaða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Birta er búin að vera frábær, lagði hart að sér í vetur og uppskar eftir því á tímabilinu. Mörk, stoðsendingar ásamt því sem hún gerir án boltans, svo getur hún spilað margar stöður. Mér finnst hún mjög óheppin að hafa ekki verið valin í landsliðið,“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir að liðið lyfti Bestu-deildar skildinum á laugardag.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti landsliðshópinn sem mætir Norður-Írlandi í næsta verkefni síðastliðinn þriðjudag. Þar vakti athygli að hvorki Berglind Björg né Birta Georgsdóttir, sem var valin besti leikmaður Bestu-deildar kvenna 2025, voru á meðal valinna leikmanna. Birta lék 21 leik með Breiðabliki í sumar og skoraði í þeim 18 mörk.


„Það er öðruvísi með Berglindi, við erum lið sem er mikið með boltann og sköpum mikið af færum, ólíkt landsliðinu. Ég get alveg skilið þá ástæðu.“ 

„En með Birtu get ég ekki skilið. Ef þú horfir á hvað hún kom með þegar hún kom inn á. Litlu hreyfingarnar með boltann, markið sem hún skoraði og skapaði mikið frá kantinum og átti fyrirgjöfina í marki Samönthu. Ég tel að hún geti litið á sig sem óheppna að vera ekki valin.“ 

„Hún er bara 23 ára, og vonandi heldur hún áfram því sem hún hefur verið að gera. Hún getur ekki verið of langt frá því að banka á landsliðsdyrnar.“ 

Viðtalið við Nik má sjá hér fyrir neðan og er hann spurður út í leikmennina tvo eftir rúmar tvær mínútur.



Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Athugasemdir
banner