Fram 1 - 1 Stjarnan
1-0 Frederico Bello Saraiva ('52)
1-1 Örvar Eggertsson ('57)
1-0 Frederico Bello Saraiva ('52)
1-1 Örvar Eggertsson ('57)
Lestu um leikinn: Fram 1 - 1 Stjarnan
Fram og Stjarnan áttust við í næstsíðustu umferð í efri hluta Bestu deildar karla. Stjarnan gat tryggt sér Evrópusæti með sigri, en staðan var markalaus eftir jafnan og skemmtilegan fyrri hálfleik.
Framarar komu boltanum tvisvar sinnum í netið en í bæði skiptin var ekki dæmt mark. Í fyrra skiptið vegna augljósrar rangstöðu en í seinna skiptið dæmdi Þórður Þorsteinsson Þórðarson sóknarbrot fyrir heldur litlar sakir, við litla hrifningu Framara.
Besta færi Stjörnumanna í fyrri hálfleik kom undir lokin þegar boltinn var á leið í netið eftir mikinn darraðadans, en heimamönnum tókst að bjarga á marklínu.
Í upphafi síðari hálfleiks gerði Fred Saraiva sér lítið fyrir og tók forystuna fyrir Fram með góðu skoti af 25 metra færi, sem Árni Snær Ólafsson markvörður hefði mögulega átt að verja.
Fimm mínútum síðar var Örvar Eggertsson búinn að jafna af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf frá Alpha Conteh, staðan 1-1.
Leikurinn róaðist mikið niður við þetta jöfnunarmark og dró ekki aftur til tíðinda fyrr en á lokakaflanum. Bæði lið fengu færi til að stela sigrinum en tókst ekki, svo lokatölur urðu 1-1.
Þetta þýðir að Stjarnan spilar úrslitaleik við Breiðablik í lokaumferð deildartímabilsins. Nágrannaliðin eru þar að berjast um síðasta lausa Evrópusætið en Stjörnumenn eru með yfirhöndina og nægir þeim jafntefli til að tryggja sætið.
Blikar þurfa hins vegar að sigra Stjörnuna með tveggja marka mun eða meira til þess að taka Evrópusætið af þeim.
Fram er í sjötta sæti og spilar úrslitaleik við FH í lokaumferðinni um fimmta sæti deildarinnar. Framarar þurfa sigur gegn Hafnfirðingum vilji þeir ná fimmta sætinu.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 26 | 16 | 6 | 4 | 56 - 31 | +25 | 54 |
2. Valur | 26 | 13 | 6 | 7 | 61 - 44 | +17 | 45 |
3. Stjarnan | 26 | 12 | 6 | 8 | 48 - 42 | +6 | 42 |
4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
5. FH | 26 | 8 | 9 | 9 | 46 - 42 | +4 | 33 |
6. Fram | 26 | 9 | 6 | 11 | 37 - 37 | 0 | 33 |
Athugasemdir