Hákon Arnar Haraldsson var á skotskónum þegar Lille vann Nantes í frönsku deildinni í kvöld.
Hann kom liðinu yfir snemma leiks eftir undirbúning Olivier Giroud. Franski sóknarmaðurinn fékk boltann inn á teignum og lagði boltann út á Hákon sem skoraði með góðu skoti í hornið.
Hann kom liðinu yfir snemma leiks eftir undirbúning Olivier Giroud. Franski sóknarmaðurinn fékk boltann inn á teignum og lagði boltann út á Hákon sem skoraði með góðu skoti í hornið.
Hamza Igamane innsiglaði 2-0 sigur liðsins undir lok leiksins. Lille er með 14 stig í 6. sæti eftir átta umferðir.
Elías Rafn Ólafsson var kominn aftur í markið hjá Midtjylland í dag eftir að hafa verið settur í skammakrókinn fyrir síðasta leik fyrir landsleikjahlé.
Hann var í markinu í 5-1 sigri gegn Vejle í dönsku deildinni. Midtjylland er í 2. sæti með 25 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði AGF.
Bjarki Steinn Bjarkason spilaði 72 mínútur þegar Venezia gerði 1-1 jafntefli gegn Empoli í B deildinni á Ítalíu. Venezia er með 13 stig í 6. sæti eftir átta umferðir.
Sigurður Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos sem gerði 1-1 jafntefli gegn Aris í grísku deildinni. Panathinaikos er með 9 stig í 7. sæti eftir sex umferðir.
Athugasemdir