Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   sun 19. október 2025 20:12
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Árni Gautur opnar sig um taugahrörnunarsjúkdóm
Fyrsti landsleikur Árna var 1998 en sá síðasti haustið 2010.
Fyrsti landsleikur Árna var 1998 en sá síðasti haustið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Gautur Arason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um glímu sína við Huntington taugahrörnunarsjúkdóminn. Arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á taugakerfi líkamans.

„Þetta er taugahrörnunarsjúkdómur sem ég greindist með fyrir svona tíu árum. Þetta er hæggerandi, það getur tekið mörg ár þangað til fólk fer að finna fyrir þessu,“ segir Árni Gautur í viðtali við RÚV, sem má nálgast hérna.

Á ferlinum lék Árni með uppeldisfélagi sínu ÍA og einnig með Stjörnunni áður en hann fór til Noregs þar sem hann var sigursæll.

„Ég vann titilinn fimm ár í röð (með Rosenborg) og við vorum í Meistaradeildinni líka. Svo skipti ég yfir í Vålerenga og náði líka að vinna titil þar. Það var fyrsti titilinn í mörg ár hjá því félagi þannig að ég get ekki kvartað," segir Árni.

Árni lék á ferlinum 71 landsleik fyrir Íslands. Fyrsti landsleikur Árna var 1998 en sá síðasti haustið 2010. Hans frægasti leikur kom þó 2004 en hann var í skamman tíma á mála hjá Manchester City.

Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo bikarleiki fyrir félagið reyndist annar þeirra afar eftirminnilegur en það var leikur gegn Tottenham í fjórðu umferð bikarkeppninnar. City var 3-0 undir í hálfleik og manni færri en sneri leiknum sér í hag og vann ótrúlegan viðsnúninssigur, 4-3.



Athugasemdir