Það var mikil dramatík í leik KR og ÍBV í dag þar sem KR vann 2-1.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, fékk rautt spjald eftir rúmlega klukkutíma leik eftir að hafa mótmælt við dómarann. „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ sagði Þorlákur við Arnar Þór Stefánsson, fjórða dómara leiksins.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, fékk rautt spjald eftir rúmlega klukkutíma leik eftir að hafa mótmælt við dómarann. „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ sagði Þorlákur við Arnar Þór Stefánsson, fjórða dómara leiksins.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 ÍBV
Þar var hann að tala um Guðmund Andra Tryggvason, leikmann KR, en hann vildi ekki tjá sig í viðtali við Fótbolta.net hvað fór þeirra á milli.
Kristján Óli Sigurðsson skrifaði á X að Guðmundur hafi sagt „Þegiðu sköllótta helvíitið þitt."
„Hann vildi meina að ég væri að henda mér oft í grasið og hann var pirraður og ég var pirraður. Við vorum svolítið barnalegir," sagði Guðmundur Andri í viðtali hér á Fótbolti.net.
„Þetta er bara hluti af leiknum. Ég vona að við förum góðir frá þessum leik."
Guðmundur Andri sagði „þegiðu sköllótta helvítið þitt’’ við Þorlák Árnason. Ekki fallegt. pic.twitter.com/qxAlG8pcTj
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 19, 2025
Athugasemdir