KR tekur á móti ÍBV nú klukkan 14:00 í næst síðustu umferð Bestu-deildarinnar þetta árið. KR á í hættu á að falla í dag, en það raungerist ef liðið tapar eða ef þeir gera jafntefli og Vestri vinnur Aftureldingu.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 ÍBV
Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Inn koma þeir Alexander Helgi Sigurðarson, Guðmundur Andri Tryggvason, Matthias Præst og Hjalti Sigurðsson.
Þeir Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Aron Þórður Albertsson, Orri Hrafn Kjartansson og Amin Cosic víkja allir úr byrjunarliðinu.
Júlíus Mar Júlíusson situr aftur á bekknum annan leikinn í röð, í viðtali við Sýn Sport útskýrði Óskar ákvörðunina með að segja hann vera þriðja besta miðvörð liðsins.
Þá hefur KR endurheimt Stefán Árna Geirsson sem er á bekknum í dag. Stefán bæði fótbrotnaði og fór úr ökklalið seint á undirbúningstímabilinu og hefur ekkert spilað síðan þá. Theódór Elmar, aðstoðarþjálfari KR, taldi líklegt fyrir leik að hann myndi koma við sögu í dag.
Þorlákur Árnason gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Liðið endurheimtir fyrirliðann Alex Frey Hilmarsson og þá koma þeir Felix Örn Friðriksson og Sverrir Páll Hjaltested jafnframt inn í liðið.
Elvis Bwomono og Arnar Breki Gunnarsson víkja úr byrjunarliði Eyjamanna. Þorlákur Breki er í leikbanni og því er hann utan hóps.

Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Michael Akoto
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
10. Guðmundur Andri Tryggvason
11. Aron Sigurðarson (f)
16. Matthias Præst
17. Luke Rae
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
28. Hjalti Sigurðsson
Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
7. Jorgen Pettersen
10. Sverrir Páll Hjaltested
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
30. Vicente Valor