Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   sun 19. október 2025 17:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Gakpo jafnaði metin en Maguire tryggði Man Utd sigurinn
Mynd: EPA
Man Utd vann kærkominn sigur gegn Liverpool á Anfield í stórleik helgarinnar.

Bryan Mbeumo kom Man Utd yfir eftir rúmlega mínútna leik. Cody Gakpo fór mikinn í liði Liverpool og skaut þrisvar sinnum í tréverkið áður en hann jafnaði loks metin.

Hann skoraði þegar rúmlega tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Federico Chiesa átti sendingu fyrir markið og Gakpo skoraði af stuttu færi á opið markið.

Stuttu síðar endurheimti Man Utd forystuna. Bruno Fernandes átti fyrirgjöf og Harry Maguire skallaði boltann í netið og tryggði Man Utd stigin þrjú.

Þetta var fyrsti sigur Man Utd á Anfield síðan í janúar 2016. Þá var þetta í fyrsta sinn sem liðið vinnur tvo leiki í röð undir stjórn Ruben Amorim.

Sjáðu mörkin hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Gakpo
Sjáðu markið hjá Maguire
Athugasemdir
banner