„Það er ömurlegt, bara eins og maður hafi verið stunginn. Þetta er rosalega svekkjandi niðurstaða að hafa fengið þetta mark á okkur í lokin," sagði Þórður Ingason markmanns þjálfari Aftureldingar eftir dramatískt 1-1 jafntefli við Vestra, þar sem Vestra menn skoruðu jöfnunar markið með síðasta sparki leiksins.
Magnús Már Einarsson aðalþjálfari liðsins komst ekki í viðtöl þar sem hann var í leikbanni.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 1 Vestri
Afturelding var með tögl og halgdir á leiknum, en náðu bara ekki að skora fleiri mörk.
„Við vorum góðir í dag, fram að markinu. Við vorum ekkert frábærir eftir markið en við fengum samt fullt af færum eftir markið okkar til að bæta við og klára þennan leik. Þeir fara náttúrulega bara að dæla háum boltum inn og skapa kaos, og við náðum ekki að eiga við þennan eina sem endaði í markinu," sagði Þórður.
Með sigri hefði Afturelding verið með örlög sín í eigin höndum en þar sem þeir misstu þetta niður í jafntefli þá þurfa þeir að treysta á að KR og Vestri gera jafntefli, og Afturelding þarf að vinna ÍA í loka leiknum. Það er eina sviðsmyndin þar sem Afturelding heldur sér í deildinni.
„Eina sem við getum gert er að fara upp á Skaga og vinna okkar leik, og sjá hvað það skilar okkur. Það hefði verið töluvert betra að vera með þetta í okkar höndum," sagði Þórður.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.