Harry Maguire var hetja Man Utd þegar liðið vann kærkominn sigur gegn Liverpool á Anfield í dag.
Hann skoraði sigurmarkið undir lok leiksins stuttu eftir að Cody Gakpo hafði jafnað metin.
Hann skoraði sigurmarkið undir lok leiksins stuttu eftir að Cody Gakpo hafði jafnað metin.
Þetta var fyrsti sigur liðsins á Anfield síðan liðið vann 1-0 í janúar 2016 þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið.
„Þetta eru ekki bara þrjú stig fyrir félagið og leikmennina. Ég hef komið hingað síðustu sjö ár og það hefur verið erfitt að ná ekki í þrjú stig. Þetta var fyrir stuðningsmenninaog vonandi höfðu þeir gott kvöld," sagði Maguire.
„Það er gaman að vinna Liverpool. Fótbolti er um minningar og búa til sérstök augnablik. Ég er viss um að allir stuðningsmennirnir fari heim með minningar, við förum öll sátt heim."
Athugasemdir