Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk þarf að líta í spegil
Van Dijk í baráttunni í dag
Van Dijk í baráttunni í dag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool er í miklum vandræðum en liðið tapaði fjórða leiknum í röð á tímabilinu þegar liðið tapaði gegn Man Utd á Anfield í dag.

Roy Keane, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Man Utd, gagnrýndi Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, eftir leikinn.

Van Dijk gleymdi sér í varnarleiknum í upphafi leiks þegar Bryan Mbeumo komst í gegn og skoraði fyrsta mark leiksins.

„Við veltum því fyrir okkur í fyrra hverjir myndu vera áfram og skrifa undir nýjan samning. Þú ert miðvörður og stór leikmaður og ert að gefa mörg mörk. Ég myndi horfa á hann og spurja: Hvað ertu að gera?" Sagði Keane.

„Sérstaklega sem mikill leiðtogi liðsins. Við við gagnrýndum United fyrir nokkrum árum að leggja rútunni hérna. Núna hafa þeir skorað tvö mörk í dag og tvö í fyrra og hann er miðvörður."

„Byrjaðu alltaf á manninum í speglinum. Van Dijk, ef þú ert miðvörður og liðið er skyndilega að gefa mikið af mörkum og það eru nýir leikmenn, þú verður að líta í spegil og hugsa: 'Er ég að hjálpa mönnum?" Sagði Keane að lokum.
Athugasemdir
banner