Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   sun 19. október 2025 17:10
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var held ég bara nokkuð jafn leikur. Fínir spilkaflar hjá okkur í leiknum, svolítið klaufalegt mark sem við fáum á okkur, en við sýnum karakter og komum til baka," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra eftir 1-1 jafntefli gegn Aftureldingu.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Vestri

Vestra liðinu gekk illa að skapa færi í leiknum en það breyttist aðeins eftir að þeir lentu undir.

„Við töluðum um það í hálfleik að skjóta aðeins á þetta mark. Það þurfti greinilega eitthvað til, ég veit ekki hvort hann hafi þurft að verja einhverja bolta í þessum leik hjá okkur. Við þurfum að skjóta meira á markið það er nokkuð ljóst," sagði Eiður.

Margir leikmenn Vestra eru að renna út á samning eftir tímabilið en Eiður er einn af þeim. Hann semur líkast til ekki áfram við félagið.

„Ég er samningslaus eftir tímabil, og fókusinn er bara búinn að vera á að klára þessa deild. Ég er að flytja í bæinn þannig mér finnst mjög ólíklegt að ég verði áfram," sagði Eiður.

Þrátt fyrir það er hann þó staðráðinn í að skilja ekki við liðið í Lengjudeildinni.

„Það er ekkert annað í boði, ég vil ekki einu sinni tala um það ef það fer allt illa. Það væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni," sagði Eiður.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir