Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   sun 19. október 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Þriðja jafntefli Freiburg í röð - Varamaðurinn Grifo í fámennan hóp
Vincenzo Grifo
Vincenzo Grifo
Mynd: EPA
Freiburg 2 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Derry Scherhant ('2 )
1-1 Jonathan Burkardt ('18 )
1-2 Jonathan Burkardt ('38 )
2-2 Vincenzo Grifo ('87 )

Ítalinn Vincenzo Grifo bjargaði stigi fyrir Freiburg undir lok leiks í 2-2 jafntefli gegn Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni í dag.

Heimamenn komust yfir strax á 2. mínútu eftir feilsendingu úr vörn Frankfurt. Johan Manzambi komst inn í sendinguna, stakk boltanum inn fyrir á Derry Scherhant sem rúllaði boltanum í hægra hornið.

Þýski landsliðsmaðurinn Jonathan Burkardt tókst að snúa taflinu við á tuttugu mínútum.

Hann jafnaði metin á 18. mínútu. Boltinn kom yfir vörnina og tókst honum að leggja boltann snyrtilega fyrir sig áður en hann skaut föstu skoti framhjá markverði Freiburg.

Burkardt var aftur á ferðinni á 38. mínútu er hann skoraði með laflausu skoti eftir sendingu frá hægri.

Fimmtán mínútum fyrir lok leiksins kom Grifo inn á völlinn og nokkrum mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark er hann tók snögga aukaspyrnu. Hann sá markvörð Frankfurt standa full langt frá hægra horninu og skaut því boltanum strax í átt að marki og inn fór boltinn.

Grátlegt hjá Frankfurt og mistök sem skrifast alfarið á Kaua Santos í markinu. Þetta aukaspyrnumark var það tíunda sem Grifo skorar í þýsku deildinni og komst hann þar með í fámennan hóp af leikmönnum sem hafa náð því frá því Opta byrjaði að safna saman tölfræði árið 2004.

Diego, Hakan Calhanoglu, Max Arnold og Sejad Salihovic eru hinir leikmennirnir sem hafa náð því afreki.

Þetta mark Grifo bjargaði stigi fyrir Freiburg sem var að gera jafntefli þriðja leikinn í röð og er liðið í 10. sæti með 9 stig en Frankfurt í 7. sæti með 10 stig
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 27 4 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 13 6 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Eintracht Frankfurt 7 3 1 3 19 18 +1 10
8 Hoffenheim 7 3 1 3 12 12 0 10
9 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
10 Freiburg 7 2 3 2 11 11 0 9
11 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
12 Werder 7 2 2 3 11 16 -5 8
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 St. Pauli 7 2 1 4 8 12 -4 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner
banner