Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
banner
   sun 19. október 2025 17:05
Kári Snorrason
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Þorlákur Árnason áðan.
Þorlákur Árnason áðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vítadómurinn umdeildi.
Vítadómurinn umdeildi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var rekinn af velli í 2-1 tapi Eyjamanna gegn KR fyrr í dag. Hann segir að Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður KR, hafi látið ófögur orð falla og var ósáttur í viðtali að leik loknum.


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 ÍBV

„Það gerðust fullt af hlutum, eitthvað sem ég tek á mig og eitthvað sem dómarinn verður að taka á sig. Það voru hlutir sem ég var mjög ósáttur við og eitthvað af þeim virtust þeir hafa heyrt sem átti að snúa að mér en heyrðu ekki sem að leikmaður KR sagði við mig. Ég er hrikalega ósáttur við það, ég verð að bera ábyrgð á því, maður á ekki að deila við dómarann en mér fannst virkilega að mér vegið.“ 

Hvað sagði leikmaður KR (Guðmundur Andri Tryggvason) við þig?

„Ég ætla ekki að segja það, ætla ekki að hafa það eftir.“ 

Guðmundur Andri sótti vítaspyrnu fyrir KR þar sem markvörður ÍBV gerðist brotlegur. Þorlákur var ósáttur við dóminn.

„Eftir að við settum út á vítið sem við fengum á okkur, við vorum mjög ósáttir við það. Þú mátt í raun ekki koma með aðfinnslu eftir að hafa séð myndbandsupptöku, það er bara á mig. Ég má ekki tjá mig út frá því. Það eiginlega setti einhvern snjóbolta af stað frá fjórða dómaranum.“ 

Ertu ósáttur við vinnubrögð dómaranna?

„Ég ætla ekki að fara væla yfir dómgæslu eða eitthvað svoleiðis, en mér finnst allt í lagi að þér sé sýnd virðing. Mér finnst það eiga að ganga í báðar áttir. Mér finnst með dómara á Íslandi að þú megir í raun ekki koma með aðfinnslu þá er þér hótað að þú fáir gult eða rautt, þú færð lengra leikbann.“

„Mér finnst þetta ekki góð vinnubrögð, ég er hrikalega ósáttur við þetta. En ég verð að taka eitthvað á mig og maður á ekki að mótmæla dómum, mér fannst þetta mjög soft víti sem þeir fá.“ 

Viðtalið við Þorlák má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir