Leikirnir í 26. umferð í neðri hluta Bestu deildarinar verða leiknir klukkan 14:00. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar, KA hefur tryggt sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og ÍA getur tryggt sæti sitt með jafntefli í dag.
Lestu um leikinn: KA 3 - 1 ÍA
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, framlengdi nýlega samning sinn en hér að neðan má sjá hvernig hann stillir upp í síðasta heimaleik tímabilsins.
Hann gerir breytingar fá jafntefli gegn Vestra í síðustu umferð. Andri Fannar Stefánsson kemur inn í liðið og er fyrirliði í dag þó Ívar Örn Árnason sé í liðinu. Líklegt er að Andri sé að fara að spila kveðjuleik sinn.
ÍA vann ÍBV í Vestmanneyjum í síðasta leik og hefur unnið fimm leiki i röð. Lárus Orri Sigurðsson gerir enga breytingu á byrjunarliði sínu.
Síðasti heimaleikurinn í dag! ????????
— KA (@KAakureyri) October 19, 2025
Fáum Skagamenn í heimsókn á Greifavöllinn klukkan 14 í dag.
Mikilvægur leikur í baráttunni um forsetabikarinn. Mætum og styðjum strákana í síðasta skiptið á þessu tímabili.
Áfram KA! ???????? #lififyrirka pic.twitter.com/N3Pnc2VWWZ
Byrjunarlið KA:
12. Jonathan Rasheed (m)
2. Birgir Baldvinsson
5. Ívar Örn Árnason
7. Jóan Símun Edmundsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson (f)
17. Birnir Snær Ingason
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Baldvin Þór Berndsen
7. Haukur Andri Haraldsson
9. Viktor Jónsson
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Marko Vardic
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Ómar Björn Stefánsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 25 | 9 | 6 | 10 | 30 - 31 | -1 | 33 |
2. KA | 25 | 9 | 6 | 10 | 36 - 45 | -9 | 33 |
3. ÍA | 25 | 10 | 1 | 14 | 35 - 45 | -10 | 31 |
4. Vestri | 25 | 8 | 4 | 13 | 24 - 38 | -14 | 28 |
5. Afturelding | 25 | 6 | 8 | 11 | 35 - 44 | -9 | 26 |
6. KR | 25 | 6 | 7 | 12 | 48 - 60 | -12 | 25 |
Athugasemdir