Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 19. október 2025 16:48
Kári Snorrason
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR vann lífsnauðsynlegan sigur á ÍBV á Meistaravöllum fyrr í dag. Með sigrinum hafa þeir eigin framtíð í höndum sér, en liðið þarf sigur gegn Vestra til að tryggja áframhaldandi veru í Bestu-deildinni á næstu leiktíð. Óskar Hrafn þjálfari KR mætti í viðtal að leik loknum í dag.


„Ég er ánægður með frammistöðuna, ánægður með sigurinn og ánægður með þá staðreynd að við erum komnir með örlögin í okkar hendur. Við þurfum að vinna Vestra og þá erum við búnir að bjarga sætinu. Ég er gríðarlega stoltur af stuðningsmönnunum okkar sem studdu við bakið á okkur í 90. mínútur, það er gríðarlega dýrmætt. Góður sunnudagur í Frostaskjólinu.“

„Mér hefur liðið mjög vel. Ég er svo heppinn að láta ekki stöðutöfluna skilgreina líf mitt, þannig að ég sef vel á nóttunni og vakna glaður. Sem betur fer er margt annað í KR en meistaraflokkur karla, margt til að gleðjast yfir þó að meistaraflokkur karla taki stóran skerf af athyglinni. Þannig að það eru allir dagar í KR góðir.“ 

KR mætir Vestra í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á komandi leiktíð um næstu helgi.

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum leik. Veðurspáin er eins og best verður á kosið, mínus tvær og logn. Þetta verður bara veisla á Ísafirði eftir sex daga.“ 

Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Athugasemdir
banner
banner