Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 16:22
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Bjargaði Parma með vítavörslu í blálokin
Zion Suzuki var ótrúlegur í leiknum
Zion Suzuki var ótrúlegur í leiknum
Mynd: EPA
Mikael Egill var í byrjunarliði Genoa
Mikael Egill var í byrjunarliði Genoa
Mynd: EPA
Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa fóru illa að ráði sínu í markalausu jafntefli liðsins gegn Parma í Seríu A á Ítalíu í dag.

Genoa var með algera yfirburði á vellinum og skapaði sér urmul af færum en Zion Suzuki, markvörður Parma, var að eiga stórleik í markinu.

Ekki hjálpaði það þegar Abdoulaye Ndiaye fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir ljóta tæklingu á Vitinha, sem var að taka á móti sendingu frá Mikael.

Genoa tókst ekki að nýta liðsmuninn en undir lok leiks fékk liðið vítaspyrnu er hinn 18 ára gamli Jeff Ekhator var tekinn niður í teignum.

Maxwel Corner fór á punktinn en títtnefndur Suzuki varði meistaralega í markinu. Heimsklassa frammistaða frá Suzuki sem hefur verið orðaður við stórlið um alla Evrópu.

Parma er með 6 stig í 15. sæti en Genoa í næst neðsta sæti með 3 stig.

Emil Holm og Riccardo Orsolini tryggðu Bologna 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. Annar sigur Bologna í röð sem er komið 5. sæti með 13 stig en Cagliari í 13. sæti með 8 stig.

Genoa 0 - 0 Parma
0-0 Maxwel Cornet ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Abdoulaye Ndiaye, Parma ('42)

Cagliari 0 - 2 Bologna
0-1 Emil Holm ('31 )
0-2 Riccardo Orsolini ('80 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
2 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
3 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
4 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
5 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
12 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
13 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner