Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   sun 19. október 2025 18:26
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Vals og FH: Sá leikjahæsti byrjar í síðasta heimaleiknum
Sigurður Egill Lárusson kveður Val.
Sigurður Egill Lárusson kveður Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosenörn kemur aftur í markið.
Rosenörn kemur aftur í markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og FH mætast klukkan 19:15 í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Valsmenn hafa tryggt sér Evrópusæti og FH siglir lygnan sjó svo það er ekki mikið í húfi í kvöld.

Valur sigraði Stjörnuna 3-2 fyrir landsleikjagluggann og Túfa stillir upp sama byrjunarliði. Það þýðir að Sigurður Egill Lárusson byrjar í sínum síðasta heimaleik fyrir félagið.

Sigurður Egill tilkynnti á föstudag að félagið hefði ákveðið að bjóða honum ekki nýjan samning og hann yfigefur því Val eftir tímabilið. Hann varð í sumar leikjahæsti leikmaður í sögu Vals í efstu deild karla.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

Heimir Guðjónsson gerir þrjár breytngar á byrjunarliði sínu. Mathias Rosenörn kemur aftur í markið eftir leikbann. Einnig koma Grétar Snær Gunnarsson og Arngrímur Bjartur Guðmundsson inn í byrjunarlið FH. Daði Freyr Arnarsson, Birkir Valur Jónsson og Ahmad Faqa fá sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið Valur:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
8. Jónatan Ingi Jónsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
21. Jakob Franz Pálsson
22. Marius Lundemo
23. Adam Ægir Pálsson

Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
17. Dagur Örn Fjeldsted
21. Böðvar Böðvarsson (f)
22. Ísak Óli Ólafsson
23. Tómas Orri Róbertsson
37. Baldur Kári Helgason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 16 6 4 56 - 31 +25 54
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 26 10 9 7 43 - 40 +3 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Athugasemdir