Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. janúar 2021 14:11
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne frá í fjórar til sex vikur
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur orðið fyrir áfalli en Pep Guardiola, stjóri liðsins, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Kevin De Bruyne yrði frá í fjórar til sex vikur.

Belginn er meiddur aftan í læri en hann fór af velli snemma í seinni hálfleik í sigrinum gegn Aston Villa á miðvikudaginn.

De Bruyne er einn besti leikmaður heims en City þarf að reiða sig af án hans næstu vikurnar.

Liðið er í harðri baráttu um enska meistaratitilinn.

De Bruyne gæti misst af tíu leikjum, þar á meðal fyrri leiknum gegn Borussia Mönchengladbach í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 24. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner