Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carles Perez gagnrýnir Barcelona
Fór frá Barcelona til Roma.
Fór frá Barcelona til Roma.
Mynd: Getty Images
Carles Perez, leikmaður Roma, hefur gagnrýnt sitt fyrrum félag, Barcelona.

Hinn 21 árs gamli Perez var lánaður til Roma í janúar með möguleika á að hann verði keyptur næsta sumar. Ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt þá þarf Roma að kaupa hann.

Barcelona hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir öflugt unglingastarf og hefur La Masia akademían, akademía Barcelona, framleitt leikmenn eins og Andres Iniesta, Lionel Messi og Xavi. En á síðustu árum hafa færri leikmenn tekið stökkið úr akademíunni í aðalliðið.

Perez segir að það sé ekki lengur hægt að tala um að Barcelona gefi ungum leikmönnum tækifæri.

„Ég er mjög sár yfir stöðunni," sagði Perez við Marca. „Ég dreymdi um að spila í aðalliðinu og ég náði því. En félagið ákvað að taka það frá mér. Þeir tala mikið um unglingalliðið, en það er ekkert meira en bara orð."

„Ég einbeiti mér samt ekki að því núna. Barcelona er fortíðin og núna hugsa ég um Roma."

Perez er kantmaður sem Barcelona ákvað að láta fara. Börsungar fengu hins vegar að kaupa núna Martin Braithwaite frá Leganes utan félagskiptaglugga vegna meiðslavandræði. Nú vantar Leganes sóknarmann en félagið fær ekki undanþágu því sóknarmenn liðsins eru ómeiddir; gríðarlega ósanngjarnt.
Athugasemdir
banner
banner